Vinaliðakort – Samstarfsaðilar

Afsláttur fyrir Vinaliða – gildir þegar Vinaliðakort er sýnt

Akureyri:

Skautahöllin – frítt fyrir einn á skauta, með búnaði ef þar.

Keilan Akureyri – 2 fyrir 1 í keilu

Borgarnes:

Sundlaugin í Borgarnesi – frítt í sund

Landnámssetrið – frítt á Landnámssögusýningu og Egilssögusýningu

Edduveröld – 10% afsláttur af mat

Búðardalur:

Erpsstaðir ferðamannafjós – 2 fyrir 1 á ís

Sundlaug á Laugum í Sælingsdal – Frítt í sund

Egilsstaðir og Brúarás:

Skíðasvæðið í Stafdal – 50% afsláttur af dagpassa og búnaði

Skotkeppni á heimaleik Körfuknattleiksdeildar Hattar í janúar

Afsláttur í strætó Fljótsdalshéraðs þegar kort er sýnt

Fjallabyggð:

Skíðasvæðið í Skarðsdal, Siglufirði – 50% afsláttur af dagpassa og búnaði

Skíðasvæðið Ólafsfirði – 50% afsláttur af dagpassa og búnaði

Sundlaugar í Fjallabyggð – frítt í sund

Höfuðborgarsvæðið:

Húsdýragarðurinn – 2 fyrir 1 inn í garðinn

Leiksport efh í Reykjavík – 15% afsláttur í verslun

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi – 2 fyrir 1 í minigolf

Smáratívolí – 10% afslátt af Tímakortum. Tímakortin gilda í 1 og 1,5   klst         gilda ótakmarkað í öll tæki nema vinningatæki og barnaland.

Þjóðleikhúsið veitir vinaliðum 1 frímiða á barnasýningar

Skagafjörður:

Sundlaugar í Skagafirði – frítt í sund

Skíðasvæði Tindastóls – 50% afsláttur af dagpassa og búnaði

Körfuboltadeild Tindastóls – frítt á leiki hjá meistaraflokki

Króksbíó – greiða 1050 í bíó (íslenskar- og teiknimyndir undanskyldar) og 30%        afsláttur  af poppi og kók á teiknimyndum.

Hveragerði:

Veitingastaðurinn Hoflandsetrið veitir vinaliðum 15% afslátt af matseðli. Drykkir undanskyldir.

Allt landið:

Subway – 10% afsláttur af bátum með því að sýna kortið.

Auglýsingar

Vinaliðar í maí

Vinaliðar í maí

Ýmislegt hefur verið brallað í frímínútum síðustu dagana í maí. Hjólaleikni krakkanna var t.d.  könnuð við mikinn fögnuð en þrautabraut var sett upp á skólalóðinni og sýndu margir glæsilega takta í henni. Þá fóru vinaliðar í síðustu heimsóknina á yngsta stig þar sem m.a. var farið í fílafótblota. Myndir frá þessum dögum má sjá hér.

Vinaliðar

Nú hefur seinni hópur vinaliða lokið vinnu sinni í Árskóla og er óhætt að segja að þeir hafi staðið sig með miklum sóma. Til þess að þakka vel unnin störf var krökkunum boðið í ferðalag fram í Varmahlíð ásamt öðrum vinaliðum í Skagafirði þar sem ýmislegt skemmtilegt var brallað. Fyrst var farið í froðufótbolta, sem endaði með góðri sturtu frá slökkviliðsbíl staðarins, svo skellt sér í diskósund í sundlaug Varmahlíðar og að lokum farið í pulsu og ís í sjoppunni. Myndir frá deginum má sjá hér.

Vinaliðar í „vorblíðunni“

vinaliðar í aprílÞað hefur ýmislegt verið brallað í frímínútum í apríl, þó ekki hafi veðrið leikið við okkur. Vinaliðar brydduðu m.a. upp á þeirri nýbreytni að heimsækja krakkana á yngsta stigi á föstudögum en einnig hefur verið boðið upp á nýungar í löngu frímínútum á miðstigi. Má þar nefna útiskák, sem sökum veðurs hefur verið inni þennan mánuðinn. Myndir frá skákinni má sjá hér.

Vinaliðar heimsækja yngsta stig


Föstudaginn 12. apríl fóru vinaliðar í heimsókn í Árskóla við Freyjugötu og léku sér þar við yngstu krakkana í löngu frímínútum. Tókst heimsóknin afar vel og skemmtu bæði vinaliðarnir og yngri krakkarnir sér í ýmsum leikjum, s.s. fána- og fallhlífaleik, skotbolta, Ogo-sport og Indiana Jones. Er stefnt að því að þessar heimsóknir vinaliða verði fastur liður á föstudögum fram á vor.
Myndir frá heimsókninni má sjá hér.

Gaman saman í Árskóla


Margt skemmtilegt hefur verið brallað í frímínútum í mars og hafa vinaliðar staðið fyrir leikjum og dansi, jafnt úti sem inni. Veður hefur sett nokkurt strik í reikninginn, ýmist hefur brostið á með vorveðri eða stórhríð, og því verið hægt að viðra bæði sumar- og vetrarleikföng. Hér má skoða nokkrar myndir frá frímínútum í mars.

Leikjanámskeið vinaliða


Föstudaginn 8. mars var haldið leikjanámskeið fyrir vinaliða í Skagafirði í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Komu þar saman rúmlega 40 vinaliðar úr Árskóla, Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna og lærðu krakkarnir dans og marga nýja leiki sem vonandi líta dagsins ljós á skólalóðum í Skagafirði áður en langt um líður. Myndir frá leikjanámskeiðinu má sjá hér.